Boccia

Bocciaæfingar hefjast föstudaginn 27. október 2006 klukkan 14:00 í íþróttahúsinu. Öllum velkomið að mæta og spreyta sig.

Boccia er sú íþróttagrein sem hvað flestir fatlaðir stunda hér á landi. Þetta er vinsælasta íþróttagrein innan ÍFR. Boccia gengur í stuttu máli út á það að leikið er með 6 boltum. Þeir eru hafðir í sitthvortum lit, t.d. þrír bláir og þrír rauðir. Síðan er einn aukabolti hvítur. Hvíta boltanum er fyrst kastað fram á völlinn og síðar er markmiðið að hitta sem næst honum með hinum boltunum. Það lið sem hefur fleiri bolta nær þeim hvíta hlýtur flest stig.