Blakæfingar hefjast í næstu viku. Langar þig til að vera með?

Konur í Blakfélaginu Rimum hefja æfingar mánudaginn 2. september klukkan 20:00 í íþróttamiðstöðinni. Þóra Gunnsteinsdóttir mun sjá um leiðsögnina ásamt fleirum.


Miðvikudaginn 4. september verður æfingin sérstaklega hugsuð fyrir karla og konur sem langar til að kynnast þessari frábæru íþrótt og vera með í skemmtilegum félagsskap. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta þá.


Æfingar hjá báðum kynjum verða klukkan 20:00-21:30 á mánudögum og miðvikudögum og eru öllum opnar, líka þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.

Frekari upplýsingar veita Dóra Reimars (GSM 8458617,netfang dorotea@simnet.is ) og Haukur Snorra (GSM 8243990, netfang artex@simnet.is ).