Björn Gunnlaugsson ráðinn skólastjóri Dalvíkurskóla næsta skólaár

Þann 28. febrúar síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Dalvíkurskóla næsta skólaár en Gísli Bjarnason, núverandi skólastjóri, verður þá í leyfi. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna. Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Gunnlaugssonar í starfið en hann tekur við 1. ágúst. Björn er deildarstjóri í Norðlingaskóla ásamt því að vera að ljúka námi við Menntavísindasvið í stjórnun skólastofnana.