Björk Hólm Þorsteinsdóttir ráðin sem forstöðumaður bóka- og skjalasafns

Björk Hólm Þorsteinsdóttir ráðin sem forstöðumaður bóka- og skjalasafns

 Þann 30. nóvember rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu forstöðumanns Bókasafns Dalvíkurbyggðar og Hérðasskjalasafns Svarfdæla. Alls bárust sex umsóknir og var Björk Hólm Þorsteinsdóttir ráðin úr þeim hópi. Björk er með BA próf í Þjóðfræði og er að leggja lokahönd á meistararitgerð sína í sama fagi frá Háskóla Íslands. 

Við bjóðum Björk velkomna til starfa.