Björgvin Björgvinsson sigrar í Ástralíu

Morgunblaðið segir frá því á mbl.is að Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigraði í stórsvigi í Álfukeppninni, alþjóðlegu móti sem fram fór í Ástralíu í nótt en karlalandslið Íslands dvelur við æfingar þar og á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Þetta var annar sigur Björgvins í röð en hann vann líka stórsvigsmót í sömu keppni í fyrrinótt. Björgvin var kosinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2006 og þá fimmta árið í röð. Við óskum Björgvin til hamingju með árangurinn.