Björgúlfur og Pioneer Bay við Norðurgarðinn

Björgúlfur og Pioneer Bay við Norðurgarðinn

Fimmtudaginn 8. ágúst sl. lagðist að bryggju á Dalvík flutningaskipið Pioneer Bay, sem er í rekstri Samskipa. Þetta er líklega eitt stærsta skip sem hefur lagst að Norðurgarðinum á Dalvík. Skipið kom með gáma og gámalyftara til Dalvíkur vegna Fiskidagsins mikla og lestaði síðan miklu magni af körum frá Promens/Sæplasti sem flutt voru til Evrópu.


Á föstudagsmorguninn kom síðan Björgúlfur til hafnar og renndi sér til löndunar inn fyrir Pioneer Bay. Myndin sýnir skipin saman við Norðurgarðinn að morgni 9. ágúst.