Bíódagar í Dalvíkurkirkju

2. október næstkomandi mun Árni Svanur Daníelsson fjalla um hvernig trú og trúarstef birtast í kvikmyndum. Máli sínu til stuðnings verður hann með mikið af sýnidæmum. Árni Svanur er prestur á biskupsstofu sem sinnir trúfræðslu á vefnum www.kirkja.is og www.tru.is. Hann hefur sinnt rannsóknum á guðfræði og kvikmyndum um árabil og flutt fjölda fyrirlestra um þetta efni.

Fyrlestur Árna Svans hefst kl. 20:00 í Dalvíkurkirkju.