Bestu slagorðin

Viðurkenningar fyrir bestu slagorðin gegn einelti í slagorðasamkeppni grunnskólanna við utanverðan Eyjafjörð fór fram á kaffihúsinu Sogni föstudaginn 30. janúar sl.

Viðurkenningar hlutu Ingibjörg Víkingsdóttir Dalvíkurskóla fyrir slagorðið Allir saman, enginn einn, Svanhildur Kristínardóttir Grunnskólanum í Hrísey fyrir slagorðið Einelti brýtur, vinátta styrkir og Adda María Ólafsdóttir fyrir slagorðið Einelti. NEI TAKK. Þessi slagorð eru nú komin á barmmerki sem dreift verður til allra nemenda og starfsfólks grunnskólanna við utanverðan Eyjafjörð. Markmiðið með útgáfu barmmerkjanna er að gera verkefnið sýnilegt meðal þátttakenda þess og einnig meðal þeirra sem utan verkefnisins eru.

Félagasamtök við utanverðan Eyjafjörð styrktu útgáfu barmmerkjanna og voru allir sem leitað var til jákvæðir og sýndu verkefninu áhuga.

Slagorðasamkeppnin var liður í Olweus verkefninu gegn einelti. Allir grunnskólarnir sex við utanverðan Eyjafjörð taka þátt í því verkefni.