Bæjarstjórnarfundir haldnir hér eftir í Ráðhúsinu

Bæjarstjórnarfundir verða hér eftir haldnir í Ráðhúsinu á þriðju hæð. Fundir hafa verið haldnir í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju en það stafaði af slæmu aðgengi í Ráðhúsinu. Í vor og sumar var unnið að miklum endurbótum í Ráðhúsinu. Í anddyrið var settur sjálfvirkur hurðaopnari og í húsið sett lyfta sem nær frá kjallara þar sem Bókasafn Dalvíkur er og uppá þriðju hæð þar sem fundarsalur Dalvíkurbyggðar er. Fyrirhugað er að á næsta ári verði fundarsalurinn einnig stækkaður og þannig enn betra fyrir fólk að sækja bæjarstjórnarfundi sem öllum eru opnir.