Bæjarráð fagnar áformum Samherja hf.

Um síðustu helgi voru kynnt áform Samherja hf. um byggingu fiskvinnsluhúss á Dalvík.  Af því tilefni samþykkir bæjarráð Dalvíkurbyggðar, á fundi sínum í morgun, eftirfarandi ályktun: Bæjarráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeim áformum Samherja hf. að reisa á Dalvík fullkomnasta fiskvinnsluhús í heimi.  Þau fela í sér trú á framtíð fiskvinnslu á Íslandi og eru jafnframt gleðileg viðurkenning á getu og þekkingu þess fólk sem starfar fyrir Samherja. Fiskvinnsla er burðarásinn í atvinnulífi byggðarlagsins.  Því fagnar bæjarráð sérstaklega þeim stórhug sem þessi áform lýsa.