Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkurbyggð 26. maí 2018

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkurbyggð 26. maí 2018

Framboð þarf að tilkynna skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en á hádegi þremur vikum fyrir kjördag.  Frestur til að skila inn framboðslistum er því til kl. 12 árdegis þann 5. maí 2018.

Kjörstjórn Dalvíkurbyggðar tekur á móti framboðsgögnum laugardaginn 5. maí n.k. milli kl. 11:00 og 12:00 í fundarsal Ráðhússins á Dalvík.

Framboðslistunum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listunum eru um að þeir hafi gefið samþykki sitt fyrir því að nöfn þeirra séu á listunum.  Framboðslistunum skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Dalvíkurbyggð um stuðning við listana, að lágmarki 20 meðmælendur og að hámarki tvöföld sú lágmarkstala.  Fram þarf að koma nöfn meðmælenda, kennitölur þeirra og heimili.  Vakin er athygli á því að hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar, samanber lög nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

Dalvík  24. apríl 2018,
kjörstjórn Dalvíkurbyggðar,

Helga Kr. Árnadóttir
Ingvar Kristinsson
Ingibjörg María Ingvadóttir.