Ástarljóð Páls Ólafssonar í Dalvíkurkirkju 8. nóv. kl.16:00

Nú um helgina 7.–9. nóvember verða ástarljóð Páls Ólafssonar sungin og lesin á Norðurlandi. Söng- og strengjasveitin „Riddarar söngsins“ treður upp á eftirtöldum stöðum: Húsavík föstudaginn kl. 21, Dalvík laugardaginn kl. 16 og Laugarborg sunnudaginn kl. 15. Riddararnir eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir sem syngja og hljóðfæraleikararnir Hjörleifur Valsson á fiðlu, Kristinn G Árnason, gítar og Birgir Bragason, kontrabassa. Í bland við sönginn les Ingibjörg Hjartardóttir úr nýrri ástarljóðabók Páls sem Þórarinn Hjartarson hefur tekið saman.