Ársreikningur Dalvíkurbyggðar árið 2013

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 15. apríl. Rekstarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstarreikningi fyrir A og B hluta er jákvæð um 79 millj. kr. en gert var ráð fyrir tæplega 24 millj. kr. í afgang. Þessi munur skýrist einkum af hærri tekjum en áætlaðar voru og því að lífeyrisskuldbinding hækkaði minna en ráð var fyrir gert.


Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 36 millj. kr. Öll B hluta fyrirtæki, þ.e. félagslegar íbúðir, veitur og hafnasjóður, voru með jákvæða afkomu á árinu 2013.


Framlegð samstæðunnar er 16% en veltufé frá rekstri er um 232 millj. kr.


Skuldahlutfall Dalvíkurbyggðar, A og B hluta, er 83% .
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.068,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.732,6 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstarreikningi fyrir A og B hluta. Álagningarhlutfall útsvars var 14.48% sem er lögbundið hámark, álagningarhlutfall fasteignaskatta í A flokki (íbúðarhúsnæði) nam 0,47% en lögbundið hámark þess er 0,625%. Í B flokki (stofnanir) nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hámark og í C flokki (fyrirtæki) 1,65% sem er lögbundið hámark.


Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum varð um 170 millj. kr.

Laun og launatengd gjöld á árinu 2013 námu alls 49,9% af heildartekjum á móti 50,7% á árinu 2012, en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 122 stöðugildum í A hluta en alls voru stöðugildi 129.

Nánari upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, sveitarstjóri, í síma 460 4902 eða 862 1460