Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar

Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar
Kæru samstarfsfélagar!
 
Nú líður senn að árshátíð Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar og undirbúningur því að sjálfsögðu í hvínandi botni.
 
Yfirskrift árshátíðarinnar er Glamúr og glæsileiki en með því erum við aðeins að hvetja fólk til að grípa tækifærið og klæða sig upp í sitt fínasta púss - dusta rykið af fínu fötunum sem liggja lengst inni í skáp og bíða þess eins að vera notuð einu sinni enn. Merkingu glamúr og glæsileika leggjum við í ykkar hendur og því er allt leyfilegt. Markmiðið er að allir fái að njóta sín, öllum á að líða vel og fatnaðurinn á umfram allt að vera frelsandi, ekki heftandi!
 
Stjórnin ætlar að nýta tækifærið og stríla sig upp eins og þær væru á leið á rauða dregilinn sjálfan - rauði dregilinn gæti reyndar verið áberandi þetta kvöld og óvíst hver verður aðalstjarna kvöldsins... en meira um það síðar... *hóst hóst*
Eins og áður fá þeir starfsmenn sem greiða í starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar frítt á árshátíðina en þeim er síðan frjálst að bjóða með sér maka gegn miðaverði. Miðaverð verður auglýst nánar þegar formleg skráning hefst.
 
Enginn annar en Jógvan Hansen verður veislustjóri kvöldins og ég veit ekki hvor er spenntari, við eða hann, hann er allavegana mjög peppaður fyrir kvöldinu og lofar góðu fjöri. Hljómsveitin Bylting mun síðan leika fyrir dansi og sjá til þess að allir fari sárfættir að sofa. Boðið verður upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt en enn er óvíst hver mun sjá um matinn eða hvað verður á boðstólnum. Í það minnsta tvær rútuferðir verða í boði um kvöldið svo enginn ætti að verða strandaglópur á Árskógi. En þetta verður allt nánar útlistað síðar.
 
Eins og staðan er í dag er það eina sem þú þarft að gera, kæri samstarfsmaður - að taka daginn frá, redda pössun (ef þess þarf), gramsa í gömlum flíkum eða finna nýjar, kveikja á uppáhalds tónunum þínum og byrja að láta þig hlakka til - því þetta verður rosalegt eins og krakkarnir segja!
 
Ást og friður
Stjórnin