Ársfundur atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Þema fundarins var "Tækifæri samfara lengingu flugbrautarinnar á Akureyri." Með aðalerindi fór Mattías Imsland, forstjóri Iceland Express.  Í erindi Mattíasar sagði hann frá áformum félagsins og að stefnt væri að því að lengja flugtímabilið, fjölga áfangastöðum og reynt yrði að hefja innanlandsflug næsta sumar. Lenging flugbrautarinnar er ein af ástæðum þess að Akureyri verði ákjósanlegri staður fyrir auknar flugsamgöngur. Til að byrja með yrði aðalega horft til beins flugs til Þýskalands, Bretlands, Svíþjóðar auk Danmerkur eins og verið hefur.  
Hinn árlegi ársfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldin miðvikudaginn 11. Júní að Melum í Hörgárdal. Mæting var góð en rúmlega 50 manns mættu á fundinn. Fundurinn hófst á venjulegum aðalfundarstörfum. Helena Þ. Karlsdóttir stjórnarformaður fór yfir verkefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á árinu 2007, en því næst tók Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri við og fór með skýrslu framkvæmdarstjóra og fór yfir ársreikninga félagsins. Fram kom að Atvinnuþróunarfélag Eyjarfjarðar hefur á síðast ári komið að verkefnum í öllum sveitafélögum sem eiga aðild að félaginu og hafa verkefnin verið afar fjölbreytt, allt frá því að vera fyrirspurnir frá fyrirtækjum/einstaklingum, vinna með sveitarfélögum eða viðamikil fjárfestingarverkefni.
Skipuð var ný stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, en hana skipa nú:
Baldvin Esra Einarsson framkvæmdarstjóri Kimi records
Bjarni Jónasson starfsmannastjóri FSA
Benjamín Baldursson bóndi Ytri - Tjörnum Eyjafjarðarsveit
Helena Þ. Karlsdóttir forstöðumaður svæðismiðlunar
Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar 
Varamenn eru Bjarnveig Yngvadóttir forseti bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og Jóhannes Bjarnason íþróttakennari og handboltaþjálfari. Fráfarandi stjórnarmenn eru Vilborg Jóhannsdóttir verlunarrekandi og Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.  
Frétt fengin af vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar www.afe.is