Aron Ingi 5 ára

Aron Ingi 5 ára

Aron Ingi varð 5 ára laugardaginn 27. ágúst s.l. Við héldum upp á afmælið hans 25. ágúst. Í tilefni dagsins bjó hann sér til myndarlega kórónu, bauð upp á ávexti og flaggaði íslenska fánanum ásamt Orra Sæ. Afmælissöngurinn var einnig sunginn fyrir hann. Við óskum Aroni Inga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.