Árleg lokun í íþróttamiðstöðinni

Komið er að árlegri lokun í íþróttamiðstöðinni. Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá kl. 12:00 mánudaginn 30. maí til föstudagsins 4. júní. Áætlað er að opna aftur laugardaginn 5. júní en það verður auglýst sérstaklega hér á síðunni og með dreifibréfi þegar nær dregur. Lokunin kemur til af viðgerðum og þrifum. Ýmsar viðgerðir eru til komnar vegna krafa frá vinnueftirliti og vegna aukinna krafna um öryggi á sundstöðum en annað er eðlilegt viðhald þess sem úr sér gengur af mikilli notkun.

Veitið athygli að bæði sundlaug, íþróttahús og ræktarsalur eru lokuð þennan tíma.