Árgangur 2009 í útikennslu 14. maí

Árgangur 2009 í útikennslu 14. maí

Í gær, 14. maí, fórum við með Gíraffahóp, Tígrisdýrahóp, Fjallaljónahóp og Bláberjahóp í skógarferð. Við löbbuðum upp í Bögg, skógarreitinn okkar, þar sem við skiptum liði. Hver hópstjóri fylgdi sínum hóp í smá fjársjóðsleit. Leitað var að laufblöðum, könglum, greinum og steinum. Þegar heim var komið borðuðum við hádegismat og tókum svo samverustund úti á stétt. Þar töldum við alla hlutina í hverjum flokki og skráðum á blað hjá okkur og lögðum svo í lokin saman heildarfjölda hlutanna sem við tíndum. Börnin skemmtu sér konunglega við þetta og hefðum við getað verið miklu lengur ef tími hefði gefist. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir.

María, Kristín, Emmi, Pálína og Ruborg.