Áramótabrennur

Áramótabrennur verða með hefðbundnu sniði í ár en á gamlársdag eru tvær brennur í sveitarfélaginu. Á Dalvík verður brenna kl.17:00 austur á sandi en á Árskógssandi verður brenna á Brimnesborgum kl. 20:00. Flugeldasala Björgunarsveitar Dalvíkur er opin í dag til kl. 22:00 og á morgun frá kl. 10:00-16:00.

Þrettándabrenna verður síðan við Rimar í Svarfaðardal 6. janúar og hefst hún kl. 20:30.