„Alvöru“ blakmót í nýju Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn 16.október

Í tilefni þess að nýja Íþróttamiðstöðin hefur opnað blæs Blakfélagið Rimar til Vígslumóts í blaki laugardaginn 16.október. Keppt verður í flokkum kvenna og karla og hefst keppnin kl. 8 um morguninn, áætlað er að mótinu ljúki kl. 16-17. Mjög mikil gróska er meðal fullorðinna í blakinu núna með tilkomu nýju Íþróttamiðstöðvarinnar, æft er tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudagskvöldum og iðar húsið af lífi þessi kvöld. Mörg lið hafa skráð sig til keppni á laugardaginn, flest af Norðurlandi. Því má búast við fjölda manns til Dalvíkur á laugardag. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Hvetjum bæjarbúa til að kíkja í íþróttamiðstöðina á laugardaginn og styðja sitt fólk.