Allt í lag fyrir fiskidag

Undanfarna daga hefur staðið yfir átakið "allt í lag fyrir fiskidag" og óhætt er að segja að íbúar í Dalvíkurbyggð hafi ekki látið sitt eftir liggja og unnið hörðum höndum að snyrtingu húseigna og garða sinna. Hús hafa verið máluð og pallar risið og hefur Húsasmiðjan veitt ýmis tilboð til íbúa Dalvíkurbyggðar til framkvæmdanna. Götusópur hefur einnig farið yfir göturnar og snyrt fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Íbúar og aðrir gestir fiskidagsins eru hvattir til að skilja nú bílana eftir heima og rölta um götur Dalvíkur og sjá hversu fallegur bærinn er og taka jafnvel þátt í ratleik Fiskidagsins um leið. Einnig eru skreytingar fyrir Fiskidag óðum að koma upp og rakst vefstjóri á meðfylgjandi skreytingu í morgun á ferð sinni um Dalvík.