Alls bárust 15 umsóknir í Vaxtasamning Eyjafjarðar

Alls bárust 15 umsóknir þar sem óskað var eftir framlagi úr vaxtasamningi fyrir yfir 40 milljónir, en það er skilyrði gagnvart stuðningi að það komi a.m.k. jafn hátt framlag frá umsóknarfyrirtækjum og samstarfsaðilum. Margar góðar umsóknir komu að þessu sinni og var ákveðið að úthluta 6,5 milljónum til 6 verkefna. Verkefnin sem fengu úthlutun að þessu sinni eru:
Mannvit ehf. hlýtur 2 milljónir í verkefnið framleiðsla Lífeldsneytis á Akureyri
Afkimi ehf. hlýtur eina milljón fyrir verkefnið Skandinavísk útrás Kimi Records
Artex ehf. hlýtur eina milljón fyrir verkefnið SAMEIKI (markaðsátak ferðaþjónustu á Árskógströnd)
Rannsóknarmiðstöð ferðamála hlýtur eina milljón fyrir verkefnið Samræmd uppbygging ferðaþjónustu í Eyjafirði
Útrás ehf. hlýtur eina milljón fyrir verkefnið umhverfisvæn orka
Hollvinir Húna II hljóta 500 þúsund krónur fyrir verkefnið Eyjafjörðurinn fagri
Frétt fengin af vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar www.afe.is