Áhugaverður fundur Æskulýðsvettvangsins

Áhugaverður fundur Æskulýðsvettvangsins

Mánudaginn 23. febrúar stóð Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungmennum og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu. Markmið og tilgangur fundarins var að veita ungu fólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnendur sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks. Öllu fólk á aldrinum 15 – 30 ára var boðið að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri. Ekki stóð á mætingu og mættu á fundinn yfir 30 manns, ungmenni og stjórnendur. 

Viðfangsefni fundarins var skipt upp í fjóra flokka; menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundurinn stóð í tvær og hálfa klukkustund og var tíminn vel nýttur, enda höfðu ungmennin margt til málana að leggja og kom margt áhugavert fram á fundinum.


Dalvíkurbyggð leggur metnað í að viðhalda ungmennalýðræði í sinni vinnu, hvort sem það er innan veggja skólans, félagsmiðstöðvar eða í stjórnsýslunni. Var þessi fundur því gott tækifæri fyrir enn breiðari hóp að hlusta eftir skoðunum unga fólksins á málefnum sem tengjast þeim.


Starfsmenn Æskulýðsvettvangsins munu í kjölfarið á þessum fundi taka saman skýrslu um það sem fram fór á fundinum og koma til þeirra stjórnenda sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu, sem munu nýta þær niðustöður til að gera gott starf enn betra.


Dalvíkurbyggð sendir félögum í Æskulýðsvettvangnum þakkir fyrir flott verkefni, en fundurinn var á þeirra vegum og frumkvæði. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.