Aðventa og jól í Dalvíkurbyggð

Tíminn líður og senn kemur fyrsti sunnudagur í aðventu en hann er næstkomandi sunnudag 29. nóvember. Í ár, líkt og síðasta ár, hefur Dalvíkurbyggð safnað saman upplýsingum um það sem er á döfunni í sveitarfélaginu fram á þrettándann og er óhætt að segja að af nægu sé að taka. Viðburðadagatalið verður borið inn á öll heimili í sveitarfélaginu í dag. Einnig er hægt að finna þessa viðburði í viðburðadagatali heimasíðunnar og er þeim sem ekki náðu með sína viðburði í dagatalið bent á að hægt er að koma viðburðum þangað inn með því að senda tölvupóst á margretv@dalvik.is eða í síma 460 4908. Hér á heimasíðunni er einnig að finna yfirlit yfir þessa viðburði og er það gert með því að smella á borða hér hægra megin sem heitir Aðventu- og jóladagskrá eða með því að smella hérna   Aðventa- og jól.