Aðsókn svipuð og í fyrra

Aðsókn svipuð og í fyrra

Soumaropnun Friðlands fuglanna er nú lokið en áfram hægt að hringja og panta opnun. Samkvæmt talningu Kolbrúnar hótrelstýru á Húsabakka eru gestir 1069 talsins frá 22 löndum. Þar af eru 880 Íslendingar, 60 Þjóðverjar, 35 Frakkar, 13 Bretar og 12 Normenn. Aðrar þjóðir eru fámennari. Þessar tölur eru svipaðar og í fyrra. Greinilegt er að finna þarf leiðir til að laða að fleiri útlendingana sem stöðugt fjögar á öllum ferðamannastöðum.