Aðalskipulag – kynning

Nú líður að lokum í aðalskipulagsgerð fyrir Dalvíkurbyggð.
Kynning á helstu hugmyndum aðalskipulagsins verður í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 10. júní 2008 kl. 20:30.
Hönnuðir og umhverfisráð mæta á fundinn og kynna þær hugmyndir sem uppi eru, svo sem um landnotkun, hverfisvernd, landbúnaðarland o.fl.
Allir íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að mæta og kynna sér aðalskipulagstillöguna. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri.
                                                                                                        Bæjartæknifræðingur