50 ára afmælisfagnaður Hrings

50 ára afmælisfagnaður Hrings

Hestamannafélagið hringur fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni afmælisins verður afmælisfagnaður laugardagur 16.júní.

Dagskráin er sem hér segir:
Félagsaðstaða opin frá kl 10:30 - 11:30 Heitt á könnunni.
12:00 lagt af stað frá Hringsholti niður að Árgerði.
12:30 Hópreið hefst frá Árgerði, riðið verður um Dalvíkina.
13:30 Áætluð koma í Hringsholt eftir hópreið.
um kl 14:00 - 17:00 Leikir glens og gaman í Hringsholti, sem endar með pizzuveislu fyrir börnin.
Allir eru hvattir til að taka þátt í þeim leikjum sem í boði verða. Nánar um leikina verður á staðnum.

www.hringurdalvik.net