17. júní í Dalvíkurbyggð

Eins og venja er þá er sundlaugin okkar lokuð á 17. júní en um kvöldið verður skemmtidagskrá í íþróttamiðstöðinni frá kl. 19:30. Einar Einstaki töframaður mætir og sýnir listir sínar og við fáum einnig heimsfræga júróvisjónfara úr Dalvíkurbyggð í heimsókn, Matti Matt úr Vinum Sjonna  og Friðrik Ómar leika og syngja fyrir okkur. Dagskrá 17. júní 2011 Dalvíkurbyggð í heild sinni má sjá hér. Vonandi þurfum við ekki að breyta áætlunum vegna veðurfars en hugsanlegt er að taka verði tillit til þess.