17. júní

17. júní

Mánudaginn 16. júní fórum við í okkar árlegu 17. júní-skrúðgöngu. Að venju gengum við saman, Kátakots- og Krílakotsbörn og kennarar. Við fórum að Dalbæ þar sem við sungum fyrir heimilisfólkið, fórum svo í búðina þar sem við sungum fyrir starfsfólk og búðargesti og enduðum svo á því að syngja aðeins í Bergi. Skrúðgangan gekk vel og þökkum við þeim foreldrum sem komu og gengu með okkur kærlega fyrir. Myndir úr skrúðgöngunni eru komnar inn á myndasíðuna.