Vinnuskólinn kominn á fullt

Vinnuskólinn kominn á fullt

Það er gaman að rölta um byggðalagið þessa dagana og virða fyrir sér árangur verkefna vinnuskólans - ég mæli með því. 
Hér eru nokkrar fyrir og eftir myndir frá verkefnum vinnuskólans á leikvellinum í Skógarhólum en það er allt annað að horfa yfir leikvöllinn eftir að þau tóku hann í gegn.

Í þessum skrifuðu orðum er hópur ásamt flokkstjórum sínum að taka ráðhúsplanið í gegn. 

Munum í sameiningu að hrósa þegar við sjáum þau gera eitthvað gott - við þekkjum það öll hvað hrós við vinnu getur verið mikilvægt!
Krakkarnir og flokkstjórar þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir vinnu sína. 

Sumarkveðja,

Íris Hauksdóttir
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar