Vináttukeðjan 2012

Senn líður að Vináttukeðjunni árlegu, en hún hefst föstudaginn 10. ágúst kl. 18:00. Eins og áður hefur verið munu leikskólabörn í Dalvíkurbyggð syngja lög í byrjun Vináttukeðjunnar. Það er í höndum ykkar foreldaranna að mæta með börnin á þennan viðburð. Ákveðið hefur verið að leikskólabörnin mæti við leikskólann Kátakot um 17:30 þennan dag þar sem létt æfing verður tekin. Að lokinni æfingu ganga svo allir saman í Kirkjubrekkuna þar sem börnin fara á svið rétt upp úr kl. 18, eða að lokinni setningu. Ef þið eruð ekki með lögin á hreinu eruð þið beðin að hafa samband við Maríu deildarstjóra á Sólkoti í tölvupósti, maria@dalvikurbyggd.is. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og endilega látið þetta berast ef einhverjir fara ekki hér inn á síðuna. 

Starfsfólk Kátakots