Vinabæjarmót 1. – 3. júlí

Næstkomandi föstudag, 1. júlí byrjar vinabæjarmót í Dalvíkurbyggð og stendur það fram á sunnudag. Von er á um 60 þátttakendum á mótið frá öllum vinabæjum Dalvíkurbyggðar en þeir eru; Viborg í Danmörku, Borga í Finnlandi, Hamar í Noregi og Lundur í Svíþjóð. Gestir okkar eru bæði fulltrúar sveitarfélaganna og norrænu félaganna á stöðunum. Auk þessa verður sérstakt mót ungmennaráða sem hefst áður og verður að Húsabakka. Það sækja um 15 ungmenni frá vinbæjunum. 

Dagskrá mótsins hefst föstdaginn 1. júlí með setningu í Bergi kl. 10:00. Dagskráin fer svo af stað og verður fundað bæði á föstudegi og laugardegi. Fundarefnin eru: Menning og mikilvægi hennar í samfélögunum og Lýðræði – hvar er eins og hvar er ólíkt.
Auk fundarstarfa verður ýmislegt gert til gamans, farið verður í ferð um sveitarfélagið, skemmtidagskrá verður i Bergi á vegnu norræna félagsins hér o.fl.
Áætlað er að dagskránni ljúki sunnudaginn 3. júlí með hátíðarmessu í Dalvíkurkirkju.


Síðast var vinabæjarmót haldið hér í Dalvíkurbyggð 2001 en þau eru haldin annað hvert ár, til skiptis í vinabæjunum.