Viðurkenning úr Menningarsjóði

Viðurkenning úr Menningarsjóði

Á fundi Íþrótta- æskulýðs- og menningarráðs 24. sept. sl. var Kristjáni Karli Bragasyni veitt viðurkenning úr Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar kr. 150.000.
Menning og listir auðga líf einstaklinganna og hafa mikla þýðingu fyrir velferð þeirra og samfélagsins í heild. Kristján Karl er nemi í Tónlistaskóla Reykjavíkur þykir með efnilegri píanóleikurum og hlýtur viðurkenningu fyrir að stuðla með hæfileikum sínum á sviði tónlistar að öflugu og frjóu lista- og menningarlífi í Dalvíkurbyggð.