Útikennsla hjá Mánabörnum

Útikennsla hjá Mánabörnum

Í gær mánudaginn 22. október var útikennsla hjá okkur á Mánakoti. Við nýttum kennslu dagsins í að fræða börnin um frost og fjölbreytileika þess. Við röltum að láginni (tjörninni við Byggðasafnið) þar sem tjörnin var alveg botnfrosin. Börnin fengu að fara út á klakann sem vakti að vanda mikla lukku, sumir nýttu hana sem skautasvell, aðrir fóru í rannsóknarvinnu þar sem þeir lágu á klakanum og skildu ekkert í því hvernig það sem oní var hefði getað fest þar og enn aðrir duttu í ýmisskonar leik.  Sumir brutu sig niðrí vatn og flest allir smökkuðu á klakanum Hjá einu barninu festist stór klakaköggull á ullarvettlingnum sem vakti mikla furðu og athygli hinna barnanna. Að öllu þessu grúski loknu héldum við niðrað sjó þar sem mikil umræða varð um það hvort að sjórinn væri ekki alveg örugglega frosinn líka. Þegar þangað var komið sást enginn klaki og var mikið velt því fyrir sér hversvegna svo væri ekki. Börnunum var gerð grein fyrir ástæðu þess og þegar heim var komið var skellt í eina tilraun þar sem vatn var sett í tvær hálfslítersflöskur. Í aðra þeirra var svo blandað salti eins og er í sjónum og átti nóttin í nótt að skera úr um það hvort að myndi frjósa í báðum flöskunum eða ekki? Lítið bar á frosti í nótt og því verður tilraunin og niðurstaða hennar að bíða þangað til frost á sér stað.  Endað var á því að leyfa börnunum að spreyta sig í klifri á stórum grjóthnullungum sem prýða svæðið við ferjuhöfnina þessa stundina og fannst þeim það ekki leiðinlegt. Leyfum myndunum að tala sínu máli. Fleiri myndir af deginum má sjá á myndasíðu!

Margt hafði klakinn náð festu á

             Gaman var að skauta

Klakinn sem festist

Flott hópmynd af glæsilegum Mánabörnum

Flottir félagar á hæðsta tindi

Á sumum steinunum var hægt að koma sér vel fyrir