Úthlutun byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur lokið útreikningi á því hvernig skipta skuli þeim 1.500 þorskígildistonnum milli sveitarfélaga, sem ætlaðar eru til stuðnings sjávarbyggðum, sbr. reglugerð nr. 569,  8. ágúst 2003. Niðurstaðan er sú að 37,3 þorskígildislestir koma í hlut Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn hefur kost á að gera tillögur um það hvaða reglur skuli gilda um skiptingu aflaheimildanna. Að jafnað skulu endanlegar tillögur vera staðfestar 1. des 2003.