Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022

Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022

Síðastliðinn laugardag fóru fram sveitarstjórnarkosningar um allt land.
Á kjörskrá í Dalvíkurbyggð voru 1435.
Greidd voru 1076 atkvæði og kjörsókn var 74,6%. Til samanburðar má geta að í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, var kjörsókn 79,88%.
Gild atkvæði voru 1021. Auðir seðlar og aðrir ógildir voru 51.
 

Niðurstöður kosninganna voru sem hér segir:

B-listi Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð hlaut 240 atkvæði, 23,5% og 2 menn kjörna
D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar hlaut 335 atkvæði, 32,8% og 2 menn kjörna
K-listi Dalvíkurbyggðar hlaut 446 atkvæði, 43,7% og 3 menn kjörna

Nýja sveitarstjórn munu því skipa á næsta kjörtímabili 2022-2026:

Helgi Einarsson (K)
Freyr Antonsson (D)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)
Lilja Guðnadóttir (B)