Uppskerutónleikar í Begi

Kæru nemendur takk fyrir frábæra tónleika í Bergi á þriðjudaginn, þið stóðuð ykkur öll rosalega vel og gerðu dómurunum erfitt fyrir að velja áfram atriði svo jafnt var þetta. En þau þrjú atriði sem valin voru áfram af dómurum ( Kristján Hjartason, Hlín Torfadóttir og Dagmann Ingvarsson ) eru Helgi Halldórsson sem lék á gítar Etude nr. 7 eftir Matteo Carcassi, Verónika Jana Ólafsdóttir sem lék á fiðlu Menuet í G-dúr eftir Ludwig van Beethoven og síðan Styrmir Þeyr Traustason sem lék á píanó Fireworks úr myndinni Harry Potter and the Order of the Pheonix.