Uppsetning varaflstöðvar á Brimnesborgum

Uppsetning varaflstöðvar á Brimnesborgum

Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu á varaaflstöð á Brimnesborgum, virkjunarsvæði Hitaveitu Dalvíkur á Árskógsströnd. Markmið er að tryggja vinnslu og dreifingu á heitu vatni til viðskiptavina hitaveitunnar. 

Ef rafmagnslaust verður tekur það varaflgjafann 1 mín að taka yfir dælinguna. Hann slekkur svo sjálfkrafa á sér fljótlega eftir að rafmagn kemst á aftur.

Með þessari framkvæmd er búið að tryggja stöðugt framboð á heitu vatni á þjónustusvæði Brimnesborga, en þær þjóna Árskógsströnd og þeim hluta Svarfaðardals sem hefur hitaveitu.