Upplýsingar frá bæjarskrifstofu

a)  Nýr upplýsingafulltrúi, Margrét Víkingsdóttir, mun hefja störf þriðjudaginn 7. september n.k. og verður almennt með viðveru frá hádegi til að byrja með, a.m.k.   í  september og október, en Margrét mun síðan koma inn í fullt starf eftir októbermánuð.

b)  Launa- og innheimtufulltrúi, Guðný Rut Sverrisdóttir, verður almennt með viðveru frá kl. 8 til  ca. kl. 13:00 þar sem launafulltrúi verður nú í minna starfshlutfalli frá og með 1. september 2004 og  a.m.k. til 31.1.2005.  Í kjölfarið á þessum breytingum verða innheimtumál sveitarfélagsins nú í höndum aðalbókara, Bylgju Rúnu Aradóttur eða frá 1. september 2004 til a.m.k. 31.1.2005.

c)  Í júlímánuði í sumar var auglýst eftir tilboðum í ræstingar í Ráðhúsi Dalvíkur vegna a) bóka- og héraðsskjalasafns, b) bæjarskrifstofu og c) sameignar Ráðhúss.  Tilboð bárust frá tveimur aðilum og var samið við Daða ehf. (Halldór Reimarsson og Guðrún Snorradóttir) um ræstingar í sameign og samið var við Kristján Þorsteinsson, Uppsölum, um ræstingar í bóka- og héraðsskjalasafni og á bæjarskrifstofu.