Ungt frjálsíþróttafólk stóð sig vel á Stórmóti ÍR

Nú um miðjan janúar fóru fram tvö mót í frjálsum íþróttum í Reykjavík, Stórmót ÍR og Reykjavík International sem er alþjóðlegt boðsmót. Frjálsíþróttadeild UMSE tók þátt í báðum mótunum og átti tvo keppendur á Reykavík International sem stóðu sig með mikilli prýði. Samtals tóku 32 keppendur frá UMSE þátt í Stórmóti ÍR, en heildarfjöldi keppenda var 640, og komu þeir heim með 16 verðlaunapeninga. Þar af voru þrír keppendur úr Dalvíkurbyggð sem allir komu heim með einhver verðlaun og stóðu sig eins og hetjur.

Hér fyrir neðan gefur að líta þau verðlaun sem keppendur UMSE fengu á mótinu.  

4 gull :

Guðfinna Eir Þorleifsdóttir Dalvík í 60m 8 ára og yngri
Steinunn Erla Davíðsdóttir Smáranum í 60m 15-16 ára
Sveinborg Katla Daníelsdóttir Samherjum í stangarstökki 13-14 ára
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir Ólafsfirði í Kúluvarpi 11 ára

6 silfur:

Sunneva Lind Gunnlaugsdóttir Ólafsfirði í 60m 8 ára og yngri og í 400m
Anton Orri Sigurbjörnsson Grenivík í 1500m 15-16 ára
Júlíana Björk Gunnarsdóttir Dalvík í hástökki 11 ára
Karl Vernharð Þorleifsson Dalvík í hástökki 11 ára

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir í hástökki 13-14 ára

6 brons:

Guðfinna Eir Dalvík í 400m 8 ára og yngri og í langstökki
Guðmundur Smári Daníelss. í 60m grind 11 ára
Friðrik Karlsson Samherjum í hástökki 12 ára
Júlíana Björk Dalvík í langstökki 11 ára
Sveinborg Katla Daníelsdóttri Samherjum í stanagarstökki 15-16 ára

Glæsilegur hópur og dreifðust verðlaunin nokkuð eins og sjá má. Það má svo ekki gleyma 13 ára krökkunum sem voru að keppa í flokki 13-14 ára en það getur verið svolítið strembið að keppa í flokki við krakka sem eru ári eldri. 13 ára krakkarnir stóðu sig mjög vel og náðu góðum árangri og miklum bætingum.