Umsækjendur um starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs

Alls bárust 17 umsóknir um starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs hjá Dalvíkurbyggð en frestur til að sækja um rann út þann 25. mars sl. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna:

  1. Ásdís Elva Helgadóttir, þjónustufulltrúi, Akureyri.
  2. Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, kennari, Dalvík.
  3. Bjarkey Gunnarsdóttir, kennari, Ólafsfirði.
  4. Björg Anna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, Álftanesi.
  5. Daníel Arason, tónlistarkennari, Eskifirði.
  6. Guðrún Eiríksdóttir, fiskvinnslukona, Ólafsfirði.
  7. Hallur Hróarsson, sálfræðingur, Reykjavík.
  8. Hildur Ösp Gylfadóttir, starfsmannastjóri, Kópavogi.
  9. Inga Eiríksdóttir, kennari, Ólafsfirði.
  10. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, kennari, Dalvík.
  11. Rúnar Leifsson, fornleifafræðingur, Reykjanesbæ.
  12. Sigríður Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, Akureyri.
  13. Sigurður S. Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, Hafnarfirði.
  14. Skarphéðinn Gunnarsson, kennari, Reykjavík.
  15. Stefán Helgi Valsson, kennari, Reykjavík.
  16. Þorsteinn Paul Newton, nemi, Hólmavík.
  17. Örlygur Þór Helgason, kennari, Akureyri.

Starfið er sviðstjórastarf hjá Dalvíkurbyggð og felur m.a. í sér stjórnun og daglegan rekstur fræðslu- og menningarsviðs, áætlunargerð og stefnumótun.