Umferðarmál

Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. ágúst sl. og á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 5. ágúst sl. voru umferðarmál m.a. til umfjöllunar. 

Á fundi umhverfisráðs voru lagðar fram til kynningar athugasemdir umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu til breytinga eða lagfæringa á gatnakerfi Dalvíkurbyggðar.    Samþykkt var að boða lögregluvarðstjóra til næsta fundar ráðsins þar sem farið verður yfir athugasemdirnar.

Umhverfisráð samþykkti jafnframt  að gera tilraun með hraðahrindanir í Klapparstíg á Hauganesi og Aðalgötu á Árskógssandi og staðfesti bæjarráð þá samþykkt umhverfisráðs.