Tónleikar í Tjarnarkirkju

Laugardaginn 29. des. nk. verður dagskrá í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal, helguð jólum og áramótum, og hefst hún kl 14:00. Þar munu þær mæðgur Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Kristjánsdóttir flytja nokkur þekkt jóla- og áramótalög við undirleik Kristjáns og Arnar Eldjárns á gítara og Daníels Þorsteinssonar á orgel. Um sönginn fléttast upplestur Sölva Hjaltasonar, um þjóðtrú og siði tengda jólum og áramótum.

Þessi dagskrá er önnur af þermur sem Kristjana Arngrímsdóttir stendur fyrir í Tjarnarkirkju. Þann 1. desember voru flutt lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, sagt frá skáldinu og tilurð ljóðanna. Laugardaginn 12. janúar verður svo flutt dagskrá sem tengist hækkandi sól og Þorra,

Þetta verkefni er styrkt af Menningarsjóði Eyþings og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.