Tölum saman

-samskipti foreldra og unglinga um kynlíf-

  Kæra foreldri!

Býr unglingur á heimilinu? Ef svo er, þá höldum við að umræður foreldra og unglinga um kynlíf eigi heima hjá þér.

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá nokkrum að unglingsárin eru tími mikilla breytinga sem taka á félags-, líffræði- og tilfinningalegum þáttum.

Hvernig tekst þér sem foreldri að tala um alla þá þætti sem tengjast þessum miklu breytingum í lífi barnsins þíns?

Málefni er varða kynlíf og kynhegðan eru ofarlega í huga flestra unglinga og margir foreldrar vita ekki hvernig þeir eigi að snúa sér í þeirri umræðu.

Rannsóknir sýna að ef þessi málefni eru rædd þá byrja unglingar seinna að stunda kynlíf og þeir verða ábyrgari.

Á fræðslufundinum 14. nóvember kl. 20.30 - 22.00 í Dalvíkurskóla er boðið upp á sameiginlega fræðslu fyrir foreldra og unglinga um kynlíf og kynhegðan. Fræðslufundurinn stendur í einn og hálfan klukkutíma.

Fyrirlesarar eru:

 

Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur

er með BA gráðu í mannfræði og MA í kynja- og kynlífsfræðum. Hún hefur unnið með unglingum fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í  sjö ár og hefur verið að vinna að málefnum er varða kynlíf og kynhegðan unglinga undanfarin þrjú ár.  Hún situr í Fræðslusamtökum um kynlíf og barneignir,  FKB og Kynfræðifélagi Íslands.

 

Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi

er menntaður félagsráðgjafi og með MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún hefur undanfarin átta ár unnið með alnæmissmituðu fólki, auk þess sem hún hefur í sex ár unnið sem ráðgjafi á Neyðarmóttökunni vegna nauðgana þar sem ungt fólk er stærsti hópur þolenda. Hún situr nú í stjórn FKB, en sinnir einnig fræðslustörfum.

 

 

Staður og tími:

Dalvíkurskóli

Mánudagur 14/11´05

kl. 20.30 - 22.00