Tilkynning frá HSN Dalvík vegna bólusetninga

Tilkynning frá HSN Dalvík vegna bólusetninga

Ágætu íbúar Dalvíkurbyggðar

Vel hefur gengið að undanförnu að bólusetja gegn Covid 19. Byrjað er að bólusetja yngri árganga og er hægt að sjá röðun árganga í hverju sveitafélagi fyrir sig á heimasíðu HSN.is

Við vonumst til að fá talsvert magn af bóluefni næstu vikurnar en yngri árgangar verða bólusettir með Pfizer bóluefni og munu boð berast með SMS í síma viðkomandi með upplýsingum um tíma- og staðsetningu bólusetningarinnar. Boðaðir verða mismunandi margir árgangar í hverri viku, allt eftir því hversu mikið bóluefni berst okkur. Til að fá boð í bólusetningu þarf GSM númer viðkomandi að vera skráð inn á Heilsuvera.is.

Bóluefnin eru mjög dýrmæt og viðkvæm í meðhöndlun. Ábyrgð okkar er sameiginleg að nýta bóluefnið sem best og við biðjum ykkur að láta vita í síma 432-4400 ef úthlutaður tími hentar ekki.

Með fyrirfram þökk,

Lilja Guðnadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Dalvíkurbyggð
Fjóla Björnsdóttir, yfirlæknir Dalvíkurbyggð