Tilboð í skólamáltíðir

Þann 19. júlí var boðið út verkið hádegisverður fyrir skólastofnanir í Dalvíkurbyggð 2005-2009, en um er að ræða Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og leikskólann Leikbæ. Einn aðili skilaði inn tilboði, Sláturfélag Suðurlanda og hefur bæjarráð nú samþykkt að veita umboð til að ganga frá samningi við Sláturfélag Suðurlands um kaup á skólamáltíðum, samkvæmt þeim gögnum og upplýsingum sem fram hafa komið.