Þriðja ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Skeiðsvatn

Þriðja ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Skeiðsvatn

Í dag var farin þriðja ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar. Gengið var frá Koti innsta bæ í Svarfaðardal, uppí Vatnsdal að Skeiðsvatni sem þar liggur. Tuttugu og sex hófu göngu í ágætisveðri og var fólk á öllum aldri allt frá þriggja ára uppí sjötugt. Gangan frá Koti upp að Skeiðsvatni í Vatnsdal er auðveld og fljótleg. Gengið er meðfram hlíðinni og er hækkunin jöfn og þétt. Engar erfiðar brekkur eru á þessari leið. Skeiðsvatn er nokkuð stórt stöðuvatn og hefur verið líst sem perlu utan alfaraleiðar. Frá Koti er aðeins um klukkutíma gangur og var ferðin í dag í það heila tvær klukkustundir og fimmtán mínútur.

Á morgun verður farin ganga að öðru fjallastöðuvatni en það er í Gloppuskál. Farið verður frá Þvérá í Skíðadal klukkan 11:00.

Fleiri myndir hér úr ferðum Gönguvikunnar