Þorvaldsdalsskokkið laugardaginn 3. júlí

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt laugardaginn 3. júlí. Það hefst við Fornhaga í Hörgárdal en endar við Stærri-Árskóg, Árskógsströnd. Klukkan 9:00 leggja göngumenn af stað en þeim býðst leiðsögn um dalinn á vegum Ferðafélags Akureyrar. Tólf á hádegi hefst svo hlaupið frá Fornhaga. Þátttakendur geta mætt klukkutíma fyrr við Árskógsskóla þaðan sem boðin er ferð að rásmarkinu.
Skráningargjaldið er 2500 kr eða 4000 kr og þá er innifalinn síðerma bolur frá 66°Norður úr DryFit efni. Skráning fer fram á www.hlaup.is en gegn 3000 kr skráningargjaldi má skrá sig við rásmarkið.
Þorvaldsdalsskokkið er hluti "Hlauparaðar 66°Norður" sem gefur vegleg verðlaun fyrir þrjá fyrstu hlaupara í kvenna- og karlaflokki.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins www.umse.is/thorvaldsdalur