Þekkir þú? Minjasafnið á Akureyri

Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins

Ljósmyndasýning á óþekktum ljósmyndum úr safni Minjasafnins á Akureyri

Ert þú mannglögg/ur? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá skorar Minjasafnið á Akureyri á þig að aðstoða starfsfólk safnins við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp á ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? Sýningin opnar laugardaginn 2. febrúar kl 14 og stendur til 26. apríl.

Sýningin samanstendur af 70 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Þær eru teknar víða um landið á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Það ljósmyndasafn er eitt af mörgum sem er í eigu Minjasafnins, en ljósmyndadeild þess státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Það er því í hópi stærstu safna sinnar tegundar á landinu. Margar myndanna eru óþekktar og því hefur verið brugðið á það ráð að að setja saman sýningaröðina Þekkir þú...? Þessi sýning er önnur í þeirri sýningaröð. Þannig vekur safnið athygli og áhuga glöggra einstaklinga á þvi að koma og vita hvort þeir kannist við það sem fyrir augu ber á ljósmyndunum.

Sýningin er opin alla laugardaga eftir opnun til 26. apríl 

Allir eru velkomir - enginn aðgangseyrir

Bestu kveðjur úr Minjasafninu

Kristín Sóley Björnsdóttir

Kynningarfulltrúi

Minjasafnið á Akureyri

Aðalstræti 58

600 Akureyri

s:462-4162

www.akmus.is