Sýndu hvað í þér býr

Nú fer bráðlega fram námskeiðið: "Sýndu hvað í þér býr" sem er á vegum UMFÍ, Bændasamtakanna og Kvennfélagasambands Íslands. Tvö námskeið verða haldin hér í Eyjafirðinum, 4. og 5. febrúar. Markmiðið með námskeiðinu er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur í námskeiðinu fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum.

Námskeiðið er öllum opið.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir alla þá sem vilja verða virkari þátttakendur í starfi og umræðum innan síns félags. Fólk sem hefur nýlega hafið störf í stjórnum og nefndum félaga og hefur litla reynlu á bakinu hvað það varðar ætti mikið erindi inn á þetta námskeið.

Fyrra námskeiðið fer fram í í Búgarði 4.febrúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00.

Seinna námskeiðið fer fram á Rimum í Svarfaðardal 5.febrúar. Námskeiðið hefst klukkan 13:00 og stendur til 17:00.


Námskeiðsgjald er 5.000 krónur.

Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á gudrun@umfi.is og Sigurði í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is